Viðburðir framundanViðburðir framundan

Sjómannadagurinn 2017

Hátíðarhöld við Flensborgarhöfn dagana 10. og 11. júní.

 • 10.6.2017, 13:00 - 17:00
 • 11.6.2017, 13:00 - 17:00

Tveggja daga hátíðarhöld við Flensborgarhöfn í tilefni Sjómannadagsins helgina 10. – 11. júní. Hátíðarsvæðið opnar klukkan 13:00 báða dagana og er opið til klukkan 17:00.

Athugið að dagskráratriði eru ekki þau sömu laugardag og sunnudag - sjá dagskrá. 

Fjölbreytt dagskrá við Flensborgarhöfn laugardag og sunnudag 10.-11. júní kl. 13:00-17:00

Tveggja daga hátíðarhöld við Flensborgarhöfn í tilefni Sjómannadagsins helgina 10. – 11. júní. Hátíðarsvæðið opnar klukkan 13:00 báða dagana og er opið til klukkan 17:00.

Athugið að dagskráratriði eru ekki þau sömu laugardag og sunnudag - sjá dagskrá. 

Björgunarsveit Hafnarfjarðar

 •  þrautabraut í sjó
 • rennibraut, gámasig og kassaklifur laugardag
 • fluglínutæki, koddaslagur og björgunarsýning sunnudag

 Kaffisala Slysavarnardeildar Hraunprýði

 Siglingaklúbburinn Þytur

 • opið hús
 • árabátar, kajakar og skútusiglingar á kænum og kjölbátum
 • uppsettar skútur í verkstæðissal
 • búningsaðstaða fyrir þá sem blotna
 • furðuverur úr undirdjúpunum
 • bátasmíði fyrir krakka
 • ljósmyndasýning á Strandstígnum

Opnar vinnustofur Fornubúðum

 • Opið sunnudag milli 13 og 17 hjá Málarnum við höfnina, vinnustofu Soffíu Sæmundsdóttur myndlistarkonu að Fornubúðum 8 við Flensborgarhöfn í tilefni af Sjómannadeginum. Málverk af ýmsum stærðum og tilboð á listaverkakortum og sjómannadagsbollanum.  

 • Opið í Sign

 • Hópkeyrsla Sturlungar MC kl. 12:00 frá Fornubúðum 8

LAUGARDAGURINN

Laugardagur 10. júní – hátíðarhöld við Flensborgarhöfn kl. 13:00-17:00


Skottmarkaður
 

 • Hafnfirðingum gefst kostur á að koma með alls kyns gull og gersemar úr geymslunni og bjóða gestum og gangandi til sölu. Einnig er handverksfólk velkomið. Stæðið er ókeypis og allir velkomnir á meðan pláss leyfir milli kl. 12 og 13. Nánari upplýsingar í síma 664 5779.

 Brúðubíllinn kl. 15

 • Helga Steffensen og Lilli koma á Brúðubílnum og sýna sýningu sem er miðuð við yngstu kynslóðina. 

 SJÓMANNADAGURINN 

Sunnudagur 11. júní – hátíðarhöld í Hafnarfirði og við Flensborgarhöfn kl. 13-17

 • Kl. 8:00 Fánar dregnir að húni á hátíðarsvæði við höfnina
 • Kl. 10:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu
 • Kl. 10.30 Blómsveigur lagður að minnisvarða við Víðistaðakirkju um horfna sjómenn
 • Kl. 11:00 Sjómannamessa í Víðistaðakirkju

Hátíðardagskrá á sviði milli 13:00-16:00 við Flensborgarhöfn

 •  Kl. 13:00 – 17:00 Skemmtisigling í boði Hafnarfjarðarhafnar – lagt af stað á hálftíma fresti
 • Kl. 13:00 Dasbandið 
 • Kl. 13-14 Kappróður við Flensborgarhöfnina
 • Kl. 13:50 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
 • Kl. 14:00 Setning, heiðrun sjómanna, Grétar Mar Jónsson skipstjóri flytur ávarp og verðlaunaafhending í kappróðrinum
 • Kl. 14:30 Friðrik Dór
 • Kl. 15:00 Leikhópurinn Lotta með söngsyrpu 

 Hlökkum til að fagna sjómannadeginum með ykkur öllum! 


SDB-Sjomannadagurinn-i-Hafnarfirdi-2017