Viðburðir framundan


Viðburðir framundan

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð - fyrirlestur fyrir aðildarfélaga MsH

  • 27.9.2022, 9:00 - 10:30

Soffía S. Sigurgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Langbrókarm, fer yfir þá vegferð sem felst í mörkun og innleiðingu á samfélagsábyrgð. 

VEGFERÐ FYRIRTÆKJA Í ÁTT AÐ SJÁLFBÆRNI OG AUKINNI SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Á fyrirlestrinum verður farið yfir þá vegferð sem felst í mörkun og innleiðingu á samfélagsábyrgð. Farið í kortlagningu á snertiflötum starfseminnar á umhverfi, samfélag og efnahag. Fjallað um alþjóðlega mælikvarða sem hægt er styðjast við í innleiðingarferlinu og hvernig best er að miðla upplýsingum til hagaðila í formi samfélagsskýrslna og ófjárhagslegra upplýsinga í árseikningi fyrirtækja.

Að lokum verður fjallað um ávinning fyrirtækja að auka sjálfbærni og gegnsæi í sinni starfsemi en samfélagsábyrgð eflir samkeppnishæfni og hefur jákvæð áhrif á uppbyggingu vörumerkja.

Hver
Soffía S. Sigurgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Langbrókar. Hún hefur unnið um árabil sem ráðgjafi fyrir alþjóðleg og innlend fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök á sviði samfélagsábyrgðar, breytingastjórnunar, samskipta og almannatengsla.

Hvenær og hvar
Þri. 27. september kl. 9:00-10:30 á Kænunni

Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 20. september