Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Bokasafn

Siggi Sítróna og Mömmugull - Upplestur fyrir börn

  • 1.12.2018, 13:00 - 14:00

Laugardaginn 1. desember munu þau Gunnar Helgason og Katrín Ósk Jóhannsdóttir koma á Bókasafn Hafnarfjarðar og lesa upp úr nýjum bókum sínum Siggi Sítróna (Gunnar Helgason) og Mömmugull (Katrín Ósk).

Laugardaginn 1. desember munu þau Gunnar Helgason og Katrín Ósk Jóhannsdóttir koma á Bókasafn Hafnarfjarðar og lesa upp úr nýjum bókum sínum Siggi Sítróna (Gunnar Helgason) og Mömmugull (Katrín Ósk).

Siggi Sítróna e. Gunnar Helgason:
Kæri lesandi,
Þetta er ég aftur, Stella, þessi sem dó næstum úr skömm í Mömmu klikk, bjargaði jólunum í Pabba prófessor og dó næstum í alvörunni í Ömmu best. Miðað við það gerist nú ekki mikið í þessari bók – DJÓK – það er ekkert grín hvað það gengur mikið á í kringum mig. Lestu bara og sjáðu!
Kveðja,
Stella

Gunnar Helgason er í hópi vinsælustu barnabókahöfunda landsins og bókaflokkurinn um Stellu hefur slegið rækilega í gegn. Fyrir Mömmu klikk, Pabba prófessor og Ömmu best hlaut hann Bókaverðlaun barnanna og að auki Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir þá fyrstnefndu.


Mömmugull e. Katrínu Ósk Jóhannsdóttur:
Mömmugull er einlæg og skemmtileg bók um sannan fjársjóð og mikilvægi fjölskyldu og vina. 
Bókin kennir börnum að fjársjóður er ekki aðeins gull, demantar og veraldlegir hlutir heldur nokkuð mun betra og stærra.