Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Image00008

Samtal um skipulag Vesturbæjar - seinni fundur

  • 31.3.2020, 17:00 - 18:30

Hafnarfjarðarbær býður til samráðsfunda vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar og Verndarsvæðis í byggð. Seinni fundinum verður streymt á vef og Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar þriðjudaginn 31. mars næstkomandi frá kl. 17:00 - 18:30.

Hafnarfjarðarbær býður til samráðsfunda vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar og Verndarsvæðis í byggð fimmtudaginn 5. mars og þriðjudaginn 31. mars næstkomandi.

Seinni fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 31. mars kl.17-18:30  og verður streymt á vef og Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar. Þar verður hugmyndavinna kynnt íbúum. Á þessum fundi gefst áhugasömum tækifæri til að skoða og spyrja um þær hugmyndir sem þegar liggja fyrir.

Bein útsending á vef og Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar

Fundurinn verður í beinni útsendingu (streymi) á Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar og hér á vefnum. Hægt verður að beina fyrirspurnum að tillöguhöfundum í spjalli með útsendingunni eða senda spurningar á skipulag@hafnarfjordur.is að honum loknum.

Á fyrri fundi þann 5. mars kl.17:00 - 18:30 var farið yfir hugtakið Verndarsvæði í byggð, hvað felst í því og hvernig á það við um Vesturbæinn. Jafnframt var gerð grein fyrir þeirri fornleifa- og húsaskráningu sem gerð hefur verið á svæðinu. Hér er hægt að sækja glærukynningu frá fundinum: Vesturbær Hafnarfjarðar - Verndarsvæði í byggð - glærukynning frá samráðsfundi vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar frá Gláma·Kím. arkitektar

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta!