Viðburðir framundanViðburðir framundan

Safnanótt í Hafnarfirði

  • 8.2.2019, 18:00 - 23:00

Byggðasafnið, Bókasafnið og Hafnarborg opna dyr sínar fram á kvöld og bjóða uppá skemmtilega dagskrá á Safnanótt föstudaginn 8. febrúar frá kl. 18-23.

Byggðasafnið, Bókasafnið og Hafnarborg opna dyr sínar fram á kvöld og bjóða uppá skemmtilega dagskrá á Safnanótt föstudaginn 8. febrúar frá kl. 18-23.

Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð - www.vetrarhatid.is - sem stendur yfir dagana 7. – 10. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá verður í söfnum víða um höfuðborgarsvæðið og mun Safnanæturstrætóinn sjá um að keyra gestum á milli safnanna.

------------------------
Bókasafn Hafnarfjarðar
------------------------

kl. 18:00-23:00
Ratleikur (barna- og unglingadeild)
Faldar hafa verið myndir af sex leikjatölvum hér og þar á safninu. Þátttakendur eiga að finna myndirnar og skrifa niður hvað leikjatölvurnar heita.

kl. 18:00-20:00
Skema kennir forritun (fjölnotasalur)
Komdu við og prófaðu að forrita með hjálp leiðbeinanda frá Skema.
Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi.

kl. 18:00-18:30
Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
Nemendur frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar flytja tónlistaratriði.

kl. 19:00-20:00
Fortnite danskennsla
Sandra Erlingsdóttir danskennari kennir Fortnite dansspor.
Fortnite tölvuleikurinn og hreyfingar úr honum hafa farið eins og eldur í sinu um heiminn og notið gríðarlegra vinsælda. Sporin eru búin að festa sig rækilega í sessi og segja sumir að dansarnir gefi Fortnite ótvíræða kosti sem aðrir tölvuleikir hafi ekki. Hann hvetji spilarana til að standa upp og dansa og þar með hreyfa sig samhliða tölvunotkuninni.

kl. 20:00-21:00
Sýndarveruleiki og viðbótarveruleiki
Gísli Konráðsson, tölvuleikjaframleiðandi, kynnir sýndarveruleikagleraugu og viðbótarveruleika (e. augmented reality) og leyfir gestum að prófa.

kl. 21:30
Laser Life flytur raftónlist með tölvuleikjaáhrifum.

Laser Life er hugarfóstur tónlistarmannsins Breka Steins Mánasonar. Tónlist Laser life er innblásin af hljóðheimi gamalla leikjatölva á borð við NES og Gameboy í bland við baritone gítarleik. 

------------------------
Byggðasafn Hafnarfjarðar
------------------------

Pakkhúsið

18:00-23:00
Leikjatölvur frá síðustu öld – Viltu prófa?
Nýr ratleikur um Pakkhúsið og Sívertsenhús

20:00
Ljúfir tónar - Tónlistarskóli Hafnarfjarðar

20:30
Ein á ferð - Sigurbjörg Karlsdóttir sagnakona

21:00
Ljúfir tónar - Tónlistarskóli Hafnarfjarðar

22:00
Frá PONG til Fortnite. Valin brot úr sögu tölvuleikja. – Bjarki Þór Jónsson sagnfræðingur

 

Sívertsenhús

19:00-23:00
Annríki - þjóðbúningar og skart sýna baðstofuverkin

 

Beggubúð

20:00-23:00
Magnaðir munir í myrkrinu – komdu og skoðaðu Beggubúð í myrkri

------------------------
Hafnarborg
------------------------

17:00–23:00
Hljóðön – sýning tónlistar
Sýningin fagnar fimm ára starfsafmæli samnefndrar tónleikaraðar, sem tileinkuð er samtímatónlist. Hér tekur tónlistin yfir og dreifir úr sér í safnarýminu, í hinum ólíkustu formum. Hugmyndaheimur tónlistarinnar er þaninn út fyrir heim hljóðanna og sjónræni þátturinn spilar þar stórt hlutverk. Tónlistin verður í senn hljóð og hlutur, flæði tímans er skipt út fyrir flæði í rými, hljóðinu skipt út fyrir hluti, flytjandanum skipt út fyrir hlustandann.

17:00–23:00
Umrót
Á sýningunni má sjá ný verk eftir Mörtu Maríu Jónsdóttur. Verkin eru óhlutbundin, á mörkum teikningar og málverks. Myndheimur Mörtu Maríu er ljóðrænn og opinn, heimur sem er á mörkum þess að myndast eða eyðast. Pensilstrokur og flæði litarins virka sem stoðir málverksins og hrár ómálaður striginn verður hluti af myndheiminum, eins og þögn í tónlist eða bil í texta. Verkin fjalla um málverkið sjálft, tilurð þess og merkingu.

17:00–23:00
Ratleikur um sýningar Hafnarborgar
Gestum er boðið að taka þátt í sérstökum Safnanætur-ratleik um sýningar Hafnarborgar, þar sem til mikils er að vinna. Í kjölfar Safnanætur, verður vinningshafi dreginn úr hópi þeirra sem tóku þátt í leiknum. Skoðið húsið og sýningarsalina hátt og lágt og upplifið sýningar safnsins á öðruvísi hátt – það er aldrei að vita hvað er að finna í Hafnarborg!

17:30–18:00
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar – píanótónleikar
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar verður víða á ferli í bænum í tilefni Safnanætur. Þá verður fyrsti viðburður kvöldsins í Hafnarborg píanótónleikar skólans í aðalsal safnsins. Þar fá hefðbundnir tónar píanósins að hljóma innan um önnur verk sýningarinnar Hljóðana, sem veita aðra – oft óvanalega – sýn á tónlistina.

18:00–19:15
Mussila – tónlistarsmiðja fyrir börn og foreldra
Á Safnanótt verður boðið upp á tónlistarsmiðju fyrir börn og foreldra, þar sem kynntir verða möguleikar íslenska tónlistarsmáforritsins Mussila. Forritið er ævintýralegur tónlistarleikur fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára, þar sem þau læra grunnatriði tónlistar út frá hlustun og leik, er þau fást við tónlistina á skapandi hátt – útsetja hana að eigin vild, spila inn eigin laglínur og fleira. Leikurinn byggir þannig upp færni barna í tónlist á skemmtilegan og nýstárlegan hátt þar sem áskoranir og spilagleði tvinnast saman við sköpun og leik.

19:00–20:00
Lifandi leiðsögn um Hljóðön – sýningu tónlistar
Á sýningunni býðst gestum að taka þátt í mörgum verkanna og hafa áhrif á tónlistina eða framkalla hana með þátttöku sinni. Þar eru bæði tölvuleikir og tónlistarhorn, auk annarra gagnvirkra verka, sem gefa leik- og sköpunargleðinni sannarlega lausan tauminn. Þá verða starfsmenn safnsins tilbúnir til þess að leiðbeina gestum um möguleikana þess hvernig taka megi þátt í verkunum.

20:00–21:15
Mussila – tónlistarsmiðja fyrir alla fjölskylduna
Á Safnanótt verður boðið upp á tónlistarsmiðju fyrir börn og foreldra, þar sem kynntir verða möguleikar íslenska tónlistarsmáforritsins Mussila. Forritið er ævintýralegur tónlistarleikur fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára, þar sem þau læra grunnatriði tónlistar út frá hlustun og leik, er þau fást við tónlistina á skapandi hátt – útsetja hana að eigin vild, spila inn eigin laglínur og fleira. Leikurinn byggir þannig upp færni barna í tónlist á skemmtilegan og nýstárlegan hátt þar sem áskoranir og spilagleði tvinnast saman við sköpun og leik. 

21:00–23:00
Silent diskó
Á sýningu Mörtu Maríu Jónsdóttur, Umróti, munu gestir fá tækifæri til að sjá listaverkin – eða list – í nýju ljósi, er sýningarsalurinn umbreytist í dansgólf á Safnanótt. Á milli verkanna fá gestir að skynja sýninguna og safnarýmið á ólíkan hátt en þeir kunna að vera vanir, þar sem þeir fylla sjálfir upp í bilið með eigin hreyfingum og ferðast um salinn á breyttum forsendum. Þannig er silent diskó hér ekki aðeins einstök leið til að upplifa tónlist, þar sem hlustendur dansa við tónlist sem berst í gegnum þráðlaus heyrnartól, heldur einnig einstök leið til þess að upplifa myndlist. 

21:0000:00
Guðrún Árný kemur fram á Krydd
Söngkonan Guðrún Árný er gestum veitingahússins Krydds að góðu kunn, þar sem hún kemur fram reglulega á föstudagskvöldum, syngur og leikur á píanó, auk þess að leiða gesti í fjöldasöng fram eftir kvöldi. Á Krydd er boðið upp á fjölbreyttan kvöldseðil og mikið úrval drykkja, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til að panta borð, vinsamlegast hafið samband við veitingahúsið í síma 558 2222.