Viðburðir framundanViðburðir framundan

Safnanótt í Hafnarfirði

  • 7.2.2020, 18:00 - 23:00

Byggðasafnið, Bókasafnið og Hafnarborg opna dyr sínar fram á kvöld og bjóða uppá skemmtilega dagskrá á Safnanótt föstudaginn 7. febrúar frá kl. 18-23.

Þá bjóða Kvikmyndasafn Íslands og Hafnarfjarðarbær í bílabíó á bílastæðinu fyrir aftan Ráðhús Hafnarfjarðar. Sýndar verða tvær langþráðar kvikmyndir, Stuttur Frakki (1993) klukkan 18:30 og Sódóma Reykjavík (1992) klukkan 20.30. Útvarpstíðnin fyrir hljóðútsendingu verður FM 106.1. Boðið verður upp á bíólegar veitingar og eru allir velkomnir á meðan pláss leyfir.  Þeim sem ekki koma á einkabíl stendur til boða að koma um borð í strætisvagn þar sem hægt verður að njóta sýningarinnar.

Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð - www.vetrarhatid.is - sem stendur yfir dagana 6. – 8. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá verður í söfnum víða um höfuðborgarsvæðið og mun Safnanæturstrætóinn sjá um að keyra gestum á milli safnanna.

------------------------
Bókasafn Hafnarfjarðar
------------------------

18:30 - 19:00: Sönghópurinn Tónafljóð flytur skemmtilega Disney-lagasyrpu fyrir börn

19:00 Óskar Jónasson leikstjóri Sódómu Reykjavík spjallar um gerð kvikmyndarinnar sem var að hluta til tekin upp í Hafnarfirði

19:30 – 22:00: Spilakvöld þar sem að fólk getur droppað inn og spilað. Bjóðum upp á popp, djús og kaffi, og sköpum góða stemningu með tónlist o.þ.h.

22:15 - 22:45: Djass á Tónlistardeildinni

Rebekka Blöndal og Ásgeir Ásgeirsson slá botn í dagskrána með léttum djass á Tónlistardeildinni.

Viðburðir allt kvöldið frá 18 – 23:

Töfraskífuföndur (Thaumatrope)
Komdu og föndraðu einfalt en skemmtilegt leikfang frá Viktoríutímanum og fáðu að kynnast töfrum hreyfimyndanna!

Skuggasögurpersónur
Við höfum falið skuggamyndir af nokkrum þekktum sögupersónum í fjölnotasalnum. Gríptu vasaljós og reyndu að finna þær allar!
Upplagt að rifja upp þekkinguna á hetjum barnabókmenntanna, fræðast af ungu spekingunum og kynna gamlar perlur fyrir þeim. 

Sýning á 8 mm filmum
Þórir Snær Sigurðarson kvikmyndaáhugamaður stillir upp munum úr eigin safni af 8 mm filmum, myndavélum og sýningavélum í sýningaskápnum í anddyrinu.

Gefins bækur
Gríptu með þér spennandi afskrifaðar bækur í anddyrinu!

Verkum úr Safnanæturkeppni Bókasafns Hafnarfjarðar verður varpað á útvegg safnsins.

------------------------
Byggðasafn Hafnarfjarðar
------------------------

18:00-23:00 – Pakkhúsið opið 
Vertu velkominn í Pakkhúsið á Safnanótt, þar verður nóg um að vera, auk fastra sýninga verða ýmsir viðburðir í boði þetta kvöld. Í Pakkhúsinu eru þrjár sýningar, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning.

18:00-23:00 – Komdu og grafðu upp fortíðina - Opnun Fornleifahorns Byggðasafnsins
Byggðasafnið opnar á Safnanótt fornleifahorn þar sem börnum gefst tækifæri á því að setja sig í spor fornleifafræðinga og grafa upp minjar frá fyrri öldum.

20:00 og 21:00 – Á léttum nótum- Tónlistarskóli Hafnarfjarðar.
Nemendur úr Tónkvísl og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leika blandaða tónlist.

19:00, 20:30, 21:30 og 22:00 - Grínkóngar þöglu myndanna - Kvikmyndasýning í Pakkhúsinu
Sýnd verða brot úr gamanmyndum með Buster Keaton, Harold Lloyd og Charlie Chaplin og notast verður við gamla 8mm kvikmyndasýningavél.

19:00-22:00 - Byggðasafnið lifnar við – Leikarar úr Leikfélagi Hafnarfjarðar verða á sveimi
Komdu á Byggðasafnið í Hafnarfirði á Safnanótt og sjáðu safnið lifna við.

Sívertsen
18:00 – 23:00 Sívertsenhús opið
Vertu velkominn í Sívertsenshús á Safnanótt, elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen. Húsið hefur verið gert upp í upprunalega mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar.

18:00-23:00 – Baðstofuverkin
Annríki – Þjóðbúningar og skart sýna gamalt handverk sem unnið var í baðstofunni á dimmum vetrarkvöldum.

Beggubúð

18:00-23:00 – Magnaðir munir í myrkrinu.
Á Safnanótt verður tekið á móti gestum við kertaljós í Beggubúð. Komdu og upplifðu magnaða muni í myrkrinu. Í Beggubúð er verslunarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar.

------------------------
Hafnarborg
------------------------

Kl. 18:00 Opnunartónleikar með Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
Flutt verður kvikmyndatónlist af ýmsum toga

Kl. 19:00 Ljós- og skuggasmiðja fyrir börn og foreldra
Undir leiðsögn Berglindar Jónu Hlynsdóttur, myndlistarmanns

Kl. 20:00 Örleiðsögn um sýningarnar Far og Þögult vor
Ásamt Ágústu Kristófersdóttur, forstöðumanni

Kl. 21:00 „Ilmur af vori“ með Lilju Birgisdóttur
myndlistarmanni og þátttakanda í sýningunni Þöglu vori

Kl. 22:00 Örleiðsögn um sýningarnar Far og Þögult vor,
ásamt Ágústu Kristófersdóttur, forstöðumanni

Í Hafnarborg verður einnig haldinn bókamarkaður, þar sem valdir titlar úr safnbúðinni verða fáanlegir á kostakjörum. Þar að auki verður hægt að taka þátt í sérstökum Safnanætur-ratleik, í von um vinning. Seinni part kvöld leiðir söngkonan Guðrún Árný svo fjöldasöng á veitingahúsinu Krydd og það verður „happy hour“ á barnum frá níu til miðnættis.