Opinn golfdagur hjá Keili
Kennsla í púttum og sveiflu ásamt kynningum á starfinu
Opinn golfdagur verður hjá Golfklúbbnum Keili laugardaginn 25. september frá kl. 11:00 - 14:00. Allir eru velkomnir á golfæfingasvæði Keilis í Hraunkoti. Það verður boðið upp á kennslu í púttum og sveiflu. Á staðnum verður hægt að kynna sér íþróttastarfsemi barna og unglinga í Keili og kynning verður á golfnámskeiðum vetrarins fyrir þau eldri. Hægt verður að fá kylfur að láni og fullt af boltum.
Golfklúbburinn Keilir tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu 2021
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum þar sem Evrópubúar sameinast undir slagorðinu #BeActive. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.