Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • GudmundurFylkisson

Opin vinnustofa - fyrir hvað stendur Hafnarfjörður í þínum huga?

  • 10.11.2018, 10:00 - 14:00, Flensborgarskóli

FYRIR HVAÐ STENDUR HAFNARFJÖRÐUR Í ÞÍNUM HUGA?


Taktu þátt í gerð markaðsstefnumótunar fyrir Hafnarfjörð!

Markaðsstofa Hafnarfjarðar, fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, vinnur að gerð markaðsstefnumótunar fyrir Hafnarfjörð í samstarfi við Manhattan Marketing.  Verkefnið felst í að búa til heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi stað til að búa á, starfa, reka fyrirtæki og heimsækja. Lögð er áhersla á samtal við bæjarbúa, fyrirtækin í bænum og hagaðila. 

MsH og Manhattan leita eftir þátttöku sem flestra í þessa vinnu og geta allir sem vilja komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri. Verkefnið felst í að samþætta skilaboð fyrir hvað Hafnarfjörður stendur, meta tækifæri og sóknarfæri og vinna aðgerðaráætlun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi stað til að búa á, starfa, reka fyrirtæki og sækja heim. Lögð hefur verið áhersla á víðtækt samtal við bæjarbúa, fyrirtækin í bænum og hagsmunaaðila. Tekin hafa verið fjölmörg einstaklingsviðtöl, boðið upp á rýnihópa og rafræn könnun svo fátt eitt sé nefnt. 

Hápunktur vinnunnar verður laugardaginn 10. nóvember þegar haldinn verður opinn vinnufundur íbúa í Flensborgarskóla sem Hafnfirðingar eru hvattir til að taka þátt í.  fundurinn stendur frá 10-14 og verða léttar veitingar í boði.

Þar verða niðurstöður þeirra vinnu sem unnin hefur verið teknar saman og þátttakendum gefst tækifæri til að koma sínum hugmyndum og sýn á framfæri. “Er þetta það sem þeim finnst bærinn standa fyrir?” Þarft og skemmtilegt verkefni sem Hafnfirðingar eru hvattir til að taka þátt í.

Skráning á fundinn fer fram HÉR


Markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð

Hafnarfjarðarbær ákvað fyrir nokkrum mánuðum síðan að fara í heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir Hafnarfjörð og leiðir Markaðsstofa Hafnarfjarðar þá vinnu. Heildarstefnumótun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi stað til þess að búa á, stunda vinnu og reka fyrirtæki. Lokaafurðin af þessari greiningar- og stefnumótunarvinnu verður aðgerðaráætlun og innleiðingaráætlun sem bæði MsH og Hafnarfjarðarbær fylgja eftir til framtíðar.