Viðburðir framundan


Viðburðir framundan
  • ISnr

Opin hlaupaæfing hjá Haukum

  • 25.9.2021, 9:30 - 10:30, Ásvellir

Þrjár vegalengdir í boði - allir velkomnir 

Skokkhópur Hauka býður á opna hlaupaæfingu á Ásvöllum í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Allir velkomnir. Í boði verða þrjár vegalengdir og hópstjóri fylgir hlaupurum í öllum vegalengdum.

  • Rólegt hlaup og ganga kringum Ástjörn
  • 7 kílómetra hlaup
  • 10-12 kílómetra hlaup


Hlaupaleiðirnar verða valdar með hliðsjón af veðri, sennilega blanda af hlaupi á malbikuðum stígum og malarstígum. Upplagt að skella sér í sund í Ásvallalaug eftir hlaupið.
Sjá viðburð á Facebook 

Skokkhópur Hauka tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu 2021

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum þar sem Evrópubúar sameinast undir slagorðinu #BeActive. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.