Viðburðir framundan
Opin æfing í krikket
Öllum áhugasömum er boðið á Víðistaðatún
Opin æfing í krikket á Víðistaðatúni.
Öllum áhugasömum er boðið að koma á opna æfingu í krikket á Víðistaðatúni í Hafnarfirði laugardaginn 25. september frá kl. 10 - 12. Væri gaman að sjá sem flesta.
Krikketfélagið tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu 2021
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum þar sem Evrópubúar sameinast undir slagorðinu #BeActive. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.
- Nánari upplýsingar er að finna á vef BeActive á Íslandi
- BeActive á Íslandi er líka á Facebook
- BeActive Hafnarfjörður 2021 | Facebook