Viðburðir framundan


Viðburðir framundan
  • ISnr

Opin æfing í amerískum fótbolta

  • 26.9.2021, 15:00 - 16:00, Kaplakriki

Fyrir alla aldurshópa í Risanum í Hafnarfirði 

Í tilefni íþróttaviku Evrópu og í samstarfi við ÍSÍ og Hafnarfjarðarbær býður áhugamannaliðið Einherji upp á opna æfingu fyrir alla aldurshópa í Risanum í Hafnarfirði. Farið verður yfir grunnatriði íþróttarinnar áður en skipt verður í lið og keppt í snertibolta útgáfu af íþróttinni.
Þeir sem reynast áhugasamir og vilja halda áfram í íþróttinni verður boðið uppá byrjendaæfingu fullorðinna í október og leikmönnum gefst tækifæri á að keppa í Bud Light bikarnum í sumar. Einnig verður boðið uppá æfingar fyrir 10-14 ára en hægt er að forskrá sig hér: https://cutt.ly/YEgfTto

Nánari upplýsingar um amerískan fótbolta hjá áhugamannaliðinu Einherja 

Áhugamannaliðið Einherji tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu 2021

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum þar sem Evrópubúar sameinast undir slagorðinu #BeActive. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.