Viðburðir framundan


Viðburðir framundan
  • BeActiveIthrottavikaEvrodu

Opin æfing hjá Einherja

  • 26.9.2022, 15:30 - 16:30, FH

Grunnreglur í amerískum fótbolta, drillur og snertibolti 

Einherjar í samstarfi við BeActive í tilefni Íþróttaviku Evrópu ætla að bjóða upp á opna æfingu í amerískum fótbolta fyrir alla á aldrinum 10-18 ára. Þjálfarar ungmennaliðs Einherja fara yfir grunnreglur í amerískum fótbolta, fara í gegnum drillur, og síðan taka fá allir að spila snertibolta útgáfuna af íþróttinni. Æfingin fer fram á gervigrasvellinum í Risanum í FH á sunnudaginn 25. september kl. 15:30. Æskilegt að mæta aðeins fyrir, í íþróttafatnaði og með góða skapið. 

Heimsækja Facebook síðu Einherja 

Einherji tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu 2022

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum þar sem Evrópubúar sameinast undir slagorðinu #BeActive. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.