Viðburðir framundan
FRESTAÐ! Heilsufarsmæling fyrir Hafnfirðinga
Ókeypis heilsufarsmælingu hefur verið frestað um óákveðinn tíma
Heilsufarsmælingu frestað um óákveðinn tíma
Ákvörðun var tekin um það í dag að fresta heilsufarsmælingunni í St. Jó sem halda átti fimmtudaginn 30. september. Það er strax ljóst að færri munu komast að en vilja og því vilji fyrir því að finna stærra húsnæði og fleiri mælingaraðila þannig að fleiri muni komast að. Um leið og staðsetning og ný eða nýjar dagsetningar hafa verið ákveðnar þá munu heilsufarsmælingarnar verða auglýstar á nýjan leik.
Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!