Viðburðir framundan


Viðburðir framundan
  • Síðanámskeið janúar 2022

Námskeið - Sníðagerð og sniðtaka

  • 19.1.2022, 17:00 - 19:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Berglind Ómarsdóttir, kjóla- og klæðskerameistari, kennir grunnatriðin í sníðamennsku, allt frá aflestri til efnisklippingar.

Nú þegar við bjóðum saumavélar til útláns er ekki senna vænna að græja sig og láta af því verða að sauma draumaflíkina. Efnið er komið, Burda-blaðið á borðinu... - og hvað svo?
Berglind Ómarsdóttir, kjóla- og klæðskerameistari, kennir grunnatriðin í sníðamennsku, allt frá aflestri til efnisklippingar.

Námskeiðið verður haldið í fjölnotasal bókasafnsins og hentar byrjendum. Við hvetjum fólk til að koma með eigin saumavélar til að kynnast þeim betur. Skæri, fatakrítar og annað smávægilegt verður á staðnum, auk nokkurra saumavéla fyrir þá sem þurfa.

Þátttakendur útvega sjálfir efni og það snið sem þeir hyggjast nota, og eru beðnir a hafa í huga að hafa nóg til að standa undir þeirri flík sem þeir vilja sauma.

Þátttaka er bundin skráningu og fer hún fram á bókasafninu eða í tölvupósti: bokasafn@hafnarfjordur.is. Takmörkuð sæti.