Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Tónleikar með hljómsveit Sigmars Matthíassonar, Meridian Mataphor.

Meridian Metaphor - Tónleikar með hljómsveit Sigmars Mattíassonar

  • 22.6.2021, 17:00 - 18:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Sigmar Þór Matthíasson og hljómsveit leikur af nýútgefinni plötu sinni, Meridian Metaphor, á Bókasafni Hafnarfjarðar þriðjudaginn 22. júní kl. 17:00. Aðgangur ókeypis.

Sigmar Þór Matthíasson og hljómsveit leikur af nýútgefinni plötu sinni, Meridian Metaphor, á Bókasafni Hafnarfjarðar þriðjudaginn 22. júní kl. 17:00.

Tónlistin er undir miklum áhrifum frá austrænni heimstónlist sem blandast við nútímalegan jazz á áhugaverðan hátt. Áhrifa gætir bæði úr austri og vestri þar sem Sigmar bregður upp einskonar tón-myndlíkingum með fjölbreyttum skírskotunum í fólk, staði og upplifanir sem hafa mótað hann í gegnum tíðina.

Hljómsveitina skipa Ásgeir Ásgeirsson (oud), Haukur Gröndal (klarinett), Ingi Bjarni Skúlason (píanó), Matthías Hemstock (trommur) og Sigmar Þór Matthíasson (kontrabassi).

Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.