Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • myndlistarsýning - marnhild kambsenni

Marnhild Kambsenni í Glerrýminu

  • 10.5.2021 - 31.5.2021, 17:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Sýningin opnar mánudaginn 10. maí kl 17:00. Allir eru velkomnir. Marnhild hefur alltaf heillast af sterkum litum, en hún sér það sem mikla lækningu og hugsvölun að skapa eitthvað nýtt með fallegum og glöðum litum.

Marnhild er fædd og uppalin í Færeyjum, en hefur búið á Íslandi síðan 1977, og hefur verið að mála í þónokkuð mörg ár. Hún hefur alltaf heillast af sterkum litum, en hún sér það sem mikla lækningu og hugsvölun að skapa eitthvað nýtt með fallegum og glöðum litum.

Náttúran, umhverfið og birtan þar sem hún ólst upp, er mikill áhrifavaldur í hennar listsköpun. Æskuheimili Marnhild, sjávarplássið Fuglafjörður í Færeyjum, setja spor sín á verk hennar þar sem hafið, fjöllin, umhverfið og litaglöðu húsin sem hún elskar spila sterkan þátt.

Sýningin opnar mánudaginn 10. maí kl 17:00. Allir eru velkomnir. Marnhild er þriðji listamaðurinn til að sýna í Glerrýminu.

Athugið að grímuskylda er á bókasafninu!