Viðburðir framundanViðburðir framundan

Mandarínujól í Víðistaðakirkju

  • 5.12.2019, 20:00 - 21:30

Kvennakór Hafnarfjarðar heldur jólatónleika í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 20:00.

Kvennakór Hafnarfjarðar heldur jólatónleika í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 20:00. Tónleikarnir bera yfirskriftina Mandarínujól sem er tilvísun í eitt laganna sem kórinn syngur á tónleikunum.

Jólagleði og hátíðarstemning einkenna efnisskrá tónleikanna. Lagavalið er fjölbreytt, flutt verða sígild og þekkt jólalög, klassísk hátíðarverk auk jólalaga sem segja má að séu nýrri af nálinni.

Einsöngvari á jólatónleikunum verður hin ástsæla söngkona, Guðrún Gunnarsdóttir. Antonía Hevesi leikur á píanó, Jón Rafnsson á bassa og flautuleikari er Guðrún Herdís Arnarsdóttir. Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir.

Miðaverð er 3.000 kr. og fer miðasala fram hjá kórkonum og við innganginn. Einnig má senda tölvupóst á kvennakor.hafnarfjardar@gmail.com. Ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. Að venju verður tónleikagestum boðið að þiggja létta hressingu í tónleikahléi.

Verið öll hjartanlega velkomin á jólatónleika Kvennakórs Hafnarfjarðar og upplifið hátíðlega stund á aðventunni.