Viðburðir framundanViðburðir framundan
 • Dagatal viðburða í maí á Bókasafni Hafnarfjarðar

Maímánuður á Bókasafni Hafnarfjarðar

 • 1.5.2021 - 31.5.2021, Bókasafn Hafnarfjarðar

Maí gengur í garð með gnótt viðburða og hópastarfs hjá Bókasafni Hafnarfjarðar. Eitthvað skemmtilegt í boði fyrir fólk á öllum aldri. Athugið að grímuskylda er á bókasafninu 16 ára og eldri.

Maí gengur í garð með gnótt viðburða og hópastarfs hjá Bókasafni Hafnarfjarðar. Eitthvað skemmtilegt í boði fyrir fólk á öllum aldri.

 • Anna býður þér / Anna Invites
  Þriðja laugardag í mánuði kl. 13:00.
  Hópur fyrir konur af erlendum uppruna.
  >> Laugardaginn 15. maí verður axarkast og lautarferð í boði. 
 • Augnablik - örfyrirlestur
  Bókasafn Hafnarfjarðar stendur fyrir mánaðarlegum örfyrirlestrum til að auðga andann og fræða um allt milli himins og jarðar, merkilegt og ómerkilegt, furðulegt og fyndið, eitthvað sem allir vilja vita og það sem fólk vissi ekki að það vildi vita. Hver fyrirlestur er 15-20 mínútur og á sér stað í aðalsal safnsins.
  >> Þriðjudaginn 11. maí munu systurnar Helga María og Júlía Sif, Veganistur, bloggarar og sælkerakokkar, verða með örfyrirlestur um vegan matargerð og lífsstíl.
 • Foreldramorgnar
  Annan hvern mánudag kl. 10:00.
  Við bjóðum foreldrum og börnum þeirra að koma og hittast í þægilegu umhverfi, fræðast og spjalla um daginn og veginn.
  >> Mánudaginn 17. maí kl. 10:00 mun Jenný Maggý Rúriksdóttir frá jógastúdíóinu Faðmi leiða ungbarnajóga og verða með stutta umfjöllun því tengda.
 • Klub Kobiet
  Annan hvern fimmtudag kl. 17:00
  Pólskumælandi kvennaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar.
 • Smáræðið
  Einu sinni í mánuði kemur rithöfundur og les úr nýútkominni bók sinni.
  >> Laugardaginn 8. maí kl. 13:00 mætir Gunnar Þór Bjarnason og verður með upplestur og spjall um bók sína Spænsku veikina, sagnfræðilega skáldsögu um þennan mikla óvætt sem barst til landsins fyrir rétt rúmum hundrað árum. 
 • Sögustundir á íslensku
  Annan hvern þriðjudag kl. 17:00
  Notaleg stund þar sem yngri jafnt sem eldri bókaunnendur geta komið saman og hlustað á skemmtilegar sögur í samlestrarrými barnadeildar safnsins.
  Vinsamlegast athugið að á meðan að sóttvarnarreglur eru í gildi eru fullorðnir beðnir um að taka með sér grímur og virða tveggja-metra-regluna.
 • Sögustundir á pólsku
  Annan hvern fimmtudag kl. 17:00
  Notaleg stund þar sem yngri jafnt sem eldri bókaunnendur geta komið saman og hlustað á skemmtilegar sögur í samlestrarrými barnadeildar safnsins.
  Vinsamlegast athugið að á meðan að sóttvarnarreglur eru í gildi eru fullorðnir beðnir um að taka með sér grímur og virða tveggja-metra-regluna.

Athugið að grímuskylda er á bókasafninu fyrir 16 ára og eldri!