Viðburðir framundanViðburðir framundan

Mahler mætir Íslandi

  • 24.6.2021, 20:00, Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg býður upp á ljóðatónleika þar sem þýsk síðrómantík mætir íslenskri nýsköpun í höndum nokkurra af okkar fremstu tónlistarmönnum.

Andri Björn Róbertsson bass-baritón, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja valin lög úr Des Knaben Wunderhorn eftir Gustav Mahler, auk laga í léttari kantinum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson og Þórunni Grétu Sigurðardóttur.

Miðasala fer fram á tix.is