Viðburðir framundanViðburðir framundan

Fjölskylduganga

  • 19.9.2018, 18:00 - 19:30

Hafnarfjarðarbær stendur fyrir lýðheilsugöngum á miðvikudögum í september í samstarfi við Ferðafélag Íslands  undir kjörorðunum „Lifum og njótum“. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka um 60-90 mín. Tilgangurinn  með verkefninu er sem fyrr að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Lögð verður áhersla á sömu þemu og í fyrra, þ.e. náttúru, vellíðan, sögu og vináttu.

19.september kl.18  – Fanney Rós Magnúsdóttir leiðir fjölskyldugöngu um Víðistaðatún. Skemmtiganga fyrir alla fjölskylduna þar sem boðið verður uppá upphitun, leiki, teyjur og slökun sem er sérstaklega stíluð inná yngstu göngugarpana.  Gengið frá útigrillhúsinu.