Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Þorvaldur Þorsteinsson banner

Lengi skal manninn reyna - Sýningastjóraspjall

  • 28.11.2021, 14:00 - 15:00, Hafnarborg

 

Ágústa Kristófersdóttir, sýningarstjóri og fyrrverandi forstöðumaður Hafnarborgar, tekur á móti gestum og segir frá sýningunni og lífi og list Þorvalds Þorsteinssonar á þessari yfirlitssýningu verka hans.

Sýningin er í sýningarstjórn Ágústu Kristófersdóttur og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur en hún var unnin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri og eignasafn Þorvaldar Þorsteinssonar.

Þorvaldur Þorsteinsson kynningÁ sýningunni getur að líta fjölbreytt úrval verka; skúlptúra, innsetningar, málverk og myndbandsverk og fleira sem varpa ljósi á þennan fjölhæfa listamann og það hvernig hann vann verk sín í tengslum við samfélagið.
Frekari upplýsingar á hafnarborg.is