Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Fuglar Havana

Leiðsagnir um nýjar sýningar Hafnarborg

  • 27.11.2021, 14:00 - 15:00, Hafnarborg
  • 28.11.2021, 14:00 - 15:00, Hafnarborg

Katrín Elvarsdóttir, listamaður, og Daría Sól Andrews, sýningarstjóri sýningarinnar, taka á móti gestum og segja frá sýningunni Söngfuglum, sem stendur nú yfir í Sverrissal Hafnarborgar.

Katrín ElvarsdóttirÁ sýningunni má sjá ný verk eftir Katrínu frá því að hún heimsótti eyna Kúbu. Þar gekk hún um götur Havana með myndavélina að vopni en hún tók sérstaklega eftir því að margir eyjarbúar halda söngfugla í búrum á heimilum sínum. 


Vekur þessi siður jafnvel upp spurningar um frelsi og frelsisskerðingu en saga eyjarinnar hefur til langs tíma einkennst af höftum og einangrun.
Frekari upplýsingar á www.hafnarborg.is