Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Jólabókadagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar - seinna kvöld

Kynstrin öll! – Jólabókakvöld – Seinni hluti

  • 2.12.2021, 20:00 - 22:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Höfundar kvöldsins eru: Eiríkur Örn Norðdahl, Kamilla Einarsdóttir og Sigrún Pálsdóttir. Arndís Þórarinsdóttir stýrir umræðum. Samúel Reynisson sér um tónlistarflutning. 

Desember fer af stað með látum og sem áður blæs Bókasafn Hafnarfjarðar til jólabókakvölda, pallborða, upplesturs og yndislegheita með lifandi tónlist og veitingum. Sem áður verður Arndís Þórarinsdóttir, bókmenntafræðingur, á staðnum og stýrir umræðum og upplestri.

Fimmtudaginn 2. desember mæta:

  • Eiríkur Örn Norðdahl – Einlægur Önd
  • Kamilla Einarsdóttir – Tilfinningar eru fyrir aumingja
  • Sigrún Pálsdóttir – Dyngja

Öll þrjú hafa nú þegar haslað sér völl sem rithöfundar bæði hérlendis og erlendis, og spanna allt frá tilraunakenndum ljóðum yfir í harðan raunveruleikann í skrifum sínum – en þó að verkin komi úr ýmsum áttum má auðveldlega lofa líflegu og léttúðugu kvöldi.

Tónlistarflutningur verður í boði Samúels Reynissonar, sem mun leika ljúfa tóna á píanó Bjarna Friðrikssonar heitins undir víni og veitingum.