Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Jólabókadagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar - fyrra kvöld

Kynstrin öll! – Jólabókakvöld – Fyrri hluti

  • 1.12.2021, 20:00 - 22:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Höfundar kvöldsins eru: Hallgrímur Helgason, Ingólfur Eiríksson og Jónína Leósdóttir. Arndís Þórarinsdóttir stýrir umræðum. Hallvarður og Konstantín sjá um tónlistina. 

Desember fer af stað með látum og sem áður blæs Bókasafn Hafnarfjarðar til jólabókakvölda, pallborða, upplesturs og yndislegheita með lifandi tónlist og veitingum. Sem áður verður Arndís Þórarinsdóttir, bókmenntafræðingur, á staðnum og stýrir umræðum og upplestri

Miðvikudaginn 1. desember mæta:

  • Hallgrímur Helgason – Sextíu kíló af kjaftshöggum
  • Ingólfur Eiríksson – Stóra bókin um sjálfsvorkunn
  • Jónína Leósdóttir – Launsátur

Hallgrímur og Jónína eru flestum kunn, enda miklar kanónur innan íslenskrar bókmenntaflóru, en Ingólfur hefur verið þekktari fyrir ljóðabækur – og stígur nú í fyrsta sinn inn í fagurbókmenntirnar með Stóru bókinni um sjálfsvorkunn.

Tónlistarflutningur kvöldsins verður svo í höndum Hallvarðs og Konstantíns. Hallvarður er tónskáld og gítarleikari og hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir og dansverk, auk þess að gefa út plötur. Konstantín er læknir að mennt með bakgrunn í þjóðlagatónlist. Hann hefur áður komið fram á mismunandi uppákomum á Íslandi og er líkast til eini jazzaði formlegi mandólínnemandi landsins.