Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Mynd af skilti fyrir Kynstrin öll

Kynstrin öll - jólabókadagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar - 2. hluti

  • 25.11.2020, 20:00 - 22:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Bókasafn  Hafnarfjarðar mun bjóða upp á jólabókahamingju líkt og fyrri ár - og nú í streymi!

Þann 25. nóvember koma eftirfarandi höfundar:

  • Ásdís Halla Bragadóttir: Ein
  • Benný Sif Ísleifsdóttir: Hansdætur
  • Lilja Sigurðardóttir: Blóðrauður sjór
  • Arndís Þórarinsdóttir, bókmenntafræðingur, leiðir umræður og stýrir spurningum.

  • Smella hér til að horfa á streymið

Bókasafn Hafnarfjarðar mun bjóða upp á jólabókahamingju líkt og fyrri ár; Kynstrin öll munu að sjálfsögðu verða á sínum stað, þann 17. og þann 25. nóvember, - beint frá Bókasafni Hafnarfjarðar. Frábærir gestir munu vitja okkar, lesa úr rjóma jólabókanna og sitja svo undir spurningum í umræðum leiddum af Arndísi Þórarinsdóttur, bókmenntafræðingi með meiru.

Vegna samkomutakmarkana verða viðburðirnir í streymi.

Þann 25. nóvember koma til okkar þrír höfundar; 

  • Ásdís Halla Bragadóttir: Ein 
  • Benný Sif Ísleifsdóttir: Hansdætur 
  • Lilja Sigurðardóttir: Blóðrauður sjór 

Þær munu lesa úr nýútkomnum bókum og taka létta kryddsíld á verk sín ásamt Arndísi Þórarinsdóttur.  Áhorfendum gefst tækifæri að senda inn spurningar og kasta fram hugmyndum á miðlum í þessari gagnvirku útsendingu. 

Útsendinguna má nálgast á Facebook, hér á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, á gagnbirtum miðlum og Livestream

Gleðilega bókaaðventu!