Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Jolathorpid2016

Jólaþorpið í Hafnarfirði

  • 17.12.2016 - 18.12.2016, 12:00 - 17:00, Thorsplan

Verið velkomin í Jólaþorpið í Hafnarfirði. Fjölbreytt skemmtun, verslun og veitingar í boði allar aðventuhelgarnar.  Sjá dagskrá helgina 17. - 18. desember.

Jólaævintýrið er hafið. Verið velkomin í Jólaþorpið í Hafnarfirði

Á Thorsplani má þessa dagana finna þorp fagurlega skreyttra jólahúsa þar sem syngjandi glaðir sölumenn bjóða gjafavöru, hönnun og íslenskt handverk til sölu. Fjölbreytt skemmtun, verslun og veitingar í boði allar aðventuhelgarnar. Í ár geta fjölskyldur og vinahópar á ferð sinni um bæinn látið smella af sér mynd í Firði verslunarmiðstöð til minningar um notalega stund í Hafnarfirði á aðventunni. 

Við hvetjum Hafnfirðinga til að bjóða heim í hátíðarkaffi og nýta Jólaþorpið sem vettvang til skemmtilegra menningarferða á aðventunni með þeim sem standa þeim næstir.

Jólaþorpið verður opið allar aðventuhelgarnar (laugardag og sunnudag) frá kl. 12:00 - 17:00

DAGSKRÁ JÓLAÞORPS helgina 17. - 18. desember 2016


- - - - - - - - - - - - - - - - - -
Laugardagurinn 17. desember frá kl. 12:00 - 17:00

  • 14:00 - 14:30 Kór Ástjarnarkirkju og Barnakór Ástjarnarkirkju 
  • 14:30 - 15:00 Friðrik Dór
  • 15:00 - 15:15 Dansskólinn Arabesque

Jólasveinar verða á vappi um bæinn frá kl. 14:00 - 15:00. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13:00 - 17:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Felix Bergsson.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - 
Sunnudagurinn 18. desember frá kl. 12:00 - 17:00

  • 10:00 - 12:00 Jólaball Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
  • 13:30 - 14:00 Sveinn Sigurjónsson leikur á harmonikku
  • 14:00 - 14:15 Jólatríó Bjössa Sax
  • 14:15 - 14:30 Sveinn Sigurjónsson leikur á harmonikku
  • 14:30 - 14:45 Vinirnir Þórdís Freyja, Jökull Eyberg og Áróra Eyberg syngja uppáhaldslögin sín fyrir gesti og gangandi

Jólaball með Sigga Hlö frá kl. 15:00 - 16:00

Grýla verður á vappi um bæinn frá kl. 14:00 - 16:00. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13:00 - 17:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Grýla sjálf. Minnum svo á fría jólamyndatöku í Firði í boði Jólaþorpsins og Desæna

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið allar aðventuhelgarnar (laugardag og sunnudag) frá kl. 12:00 - 17:00. Takið eftir að Strandgatan frá Lækjargötu að Linnetstíg er lokuð á meðan Jólaþorpið er opið. Salernisaðstaða fyrir gesti er á annarri hæð í Firði, í Hafnarborg og VG húsinu.

Allir velkomnir!