Viðburðir framundanViðburðir framundan

Jólaþorpið í Hafnarfirði

  • 26.11.2021, 17:00 - 19:00
  • 27.11.2021, 13:00 - 18:00
  • 28.11.2021, 13:00 - 18:00
  • 4.12.2021, 13:00 - 18:00
  • 5.12.2021, 13:00 - 18:00
  • 11.12.2021, 13:00 - 18:00
  • 12.12.2021, 13:00 - 18:00
  • 18.12.2021, 13:00 - 18:00
  • 19.12.2021, 13:00 - 18:00
  • 23.12.2021, 13:00 - 22:00

Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið allar helgar á aðventunni frá kl. 13-18 og til kl. 22 á Þorláksmessu

Njóttu alls þess sem aðventan hefur upp á að bjóða í Jólaþorpinu í Hafnarfirði!

Hafnarfjarðarbær býður jólin velkomin með sínum árlega jólamarkaði fullum af gleði, gómsætum bitum og skemmtilegum jólavarningi. Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opið allar helgar á aðventunni frá kl. 13-18, en þar iðar allt af lífi og fjöri fyrir jólin. Jólabærinn Hafnarfjörður hefur sjaldan verið eins jólalegur og Hafnfirðingar samstíga í því að setja jólin upp snemma.

Hin landsþekktu hafnfirsku jólahús

Fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan þú nýtur gómsætra veitinga sem ylja að innan.

Heimsókn í huggulegasta heimabæ höfuðborgarsvæðisins 

Skelltu þér í alvöru kaupstaðarferð, skildu jólastressið eftir heima, forðastu fjöldann og kláraðu innkaupin með heimsókn í huggulegasta heimabæ höfuðborgarsvæðisins. Í miðbæ Hafnarfjarðar er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu. Fjölbreyttar og fallegar verslanir með áherslu á hönnun eru allt um bæinn, sem og veitingastaðir og kaffihús af bestu gerð þar sem njóta má á staðnum eða grípa dýrindis bakkelsi og rétti til að taka með sér heim.

Óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá

Óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá verður undirtónn hátíðarhaldanna þetta árið, með áherslu á ljósadýrð og skreytingar sem henta vel árferðinu og tryggja að allir geti notið hennar af öryggi og án hópamyndana. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum. Strandgata breytist á göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.

Komdu heim í Hafnarfjörð á aðventunni!

Sjáumst í Jólaþorpinu!