Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Jolathorpid1

Jólaþorpið í Hafnarfirði

  • 25.11.2016 - 27.11.2016, 18:00 - 17:00, Thorsplan

Jólaþorp Hafnarfjarðar opnar föstudaginn 25. nóvember kl. 18 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani. Gestir Jólaþorpsins í ár geta gengið á milli sautján sölubása þar sem m.a. verður boðið upp á fjölbreytta og fallega íslenska hönnun og handverk. Skemmtun - verslun og veitingar. Hlökkum til að njóta aðventunnar með ykkur!

Jólaþorp Hafnarfjarðar opnar í fjórtánda sinn föstudaginn 25. nóvember með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani sem Felix Bergsson stýrir af sinni alkunnu snilld. Sigrún Þorleifsdóttir, Dúna í Blómabúðinni Burkna, mun sjá um að tendra ljósin á jólatrénu á Thorsplani í Hafnarfirði þetta árið kl. 18:30 eftir að tendrun hefur verið talin niður með glaðbeittum aðventugestum. 

Gestir Jólaþorpsins í ár geta gengið á milli sautján sölubása þar sem m.a. verður boðið upp á fjölbreytta og fallega íslenska hönnun og handverk. Matarvagnar verða einnig á svæðinu þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skemmtun - verslun og veitingar. 

Hlökkum til að njóta aðventunnar með ykkur! 

DAGSKRÁ JÓLAÞORPS helgina 25. - 27. desember 2016

- - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Föstudagurinn 25. nóvember frá kl. 18:00 - 20:00


18:00 - 18:15 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
18:15 - 18:20 Ávarp - Sigrún Þorleifsdóttir (Dúna)
18:20 - 18:30 Karlakórinn Þrestir og Páll Rósinkranz
18:30 - 18:40 Dúna og Felix telja niður og kveikja á jólatrénu
19:00 - 19:10 Flugeldasýning í boði Fjarðar. Björgunarsveit Hafnarfjarðar sér um sýninguna 19:00 - 20:00 Jólasveinar bregða á leik með börnunum

Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 18:00 - 20:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Felix Bergsson.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Laugardagurinn 26. nóvember frá kl. 12:00 - 17:00


14:00 - 14:15 Antonía og Fanný taka lagið14:40 - 15:15 Jólafía og Jólálfur frá Sirkus Íslands15:15 - 15:30 Skjóða skemmtir

Jólasveinar verða á vappi um bæinn frá kl. 14:00 - 15:00. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13:00 - 17:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Felix Bergsson. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sunnudagurinn 27. nóvember frá kl. 12:00 - 17:00


14:30 - 15:30 Sveinn Sigurjónsson leikur á harmonikku
14:30 - 14:45 Alan Jones úr The Voice
15:00 - 16:00 Jólaball

Grýla verður á vappi um bæinn frá kl. 14-16. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13-17 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Grýla.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Jólaþorpið verður opið allar aðventuhelgarnar (laugardag og sunnudag) frá kl. 12:00 - 17:00. Takið eftir að Strandgatan frá Lækjargötu að Reykjavíkurvegi er lokuð á meðan Jólaþorpið er opið. Frá kl. 18-20 föstudaginn 25. nóvember og frá kl. 12-17 alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni. 

Salernisaðstaða fyrir gesti er á annarri hæð í Firði, í Hafnarborg og VG húsinu.

Allir velkomnir!