Viðburðir framundanViðburðir framundan

Jólaþorpið 7.-8. desember 2019

  • 7.12.2019, 13:00 - 18:00
  • 8.12.2019, 13:00 - 18:00

Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin. Vertu velkomin(n) í miðbæ Hafnarfjarðar að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu.

Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmisskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.

Í jólahúsunum verða ýmsar gómsætar veitingar fyrir sælkera til sölu s.s. heimagert sælgæti og vörur til að taka með heim á veisluborðið eins og lambakjöt beint frá býli í ýmsum útfærslum og alls kyns hollustuvörur úr íslensku hráefni.

Þá verður hægt að kaupa handunnið íslenskt jólaskraut úr tré, jólagjafavörur og alls kyns handverk og prjónavörur. Þjóðlegir og öðruvísi skartgripir verða á sínum stað, myndlist og treflar og teppi úr alpaca ull frá Ekvador.

Höfum það huggulegt saman á aðventunni!

DAGSKRÁ JÓLAÞORPSINS helgina 7. - 8. desember 2019

- - - - - - - - - - - - - - - - - -

Laugardagurinn 7. desember frá kl. 13:00 - 18:00

10:00-16:00 Syngjandi jól í Hafnarborg

13:00 Upplestur á barnabókum í Eymundsson: Benný Sif Ísleifsdóttir og Blær Guðmundsdóttir lesa uppúr Álfarannsóknin og Sippsipp

14:00 Kvennakór Hafnarfjarðar
14:15 Barnakór Víðistaðakirkju
14:30 Jólabjöllurnar
15:00 Jól í Latabæ - Íþróttaálfurinn, Solla stirða og Halla hrekkjusvín koma í heimsókn
15:30 Nemendur úr Tónkvísl flytja jónatónlist
16:00 TANYA og Dans Dívurnar

Jólasveinar verða á vappi um bæinn og kynna dagskrána frá kl. 14:00 - 16:00. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13:00 - 18:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sunnudagurinn 8. desember frá kl. 13:00 - 18:00


14:00 Vigga og Sjonni leika jóladjass
14:30 Mosfellskórinn
15:00 Jólaball með Hans og Grétu úr leikhópnum Lottu
16:00 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna

Jólasveinar verða á vappi um bæinn og kynna dagskrána frá kl. 14:00 - 16:00. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13:00 - 18:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð.

Takið eftir að Strandgatan frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Salernisaðstaða fyrir gesti er bakvið sviðið á Thorsplani.

Allir velkomnir!