Viðburðir framundanViðburðir framundan

Jólaþorpið 30.nóv-2.desember

  • 30.11.2018, 17:00 - 20:00
  • 1.12.2018, 12:00 - 17:00
  • 2.12.2018, 12:00 - 17:00

Jólaþorpið í Hafnarfirði fagnar 15 ára afmæli með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á Cuxhavenjólatrénu föstudaginn 30. nóvember.

Jólaþorpið í Hafnarfirði fagnar 15 ára afmæli með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á Cuxhaven-jólatrénu föstudaginn 30. nóvember.


Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og boðið verður uppá brot af því besta sem er á dagskrá í Bæjarbíó í desember.

Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin. Vertu velkomin(n) í miðbæ Hafnarfjarðar að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu.


Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmisskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.

Höfum það huggulegt saman á aðventunni!

DAGSKRÁ JÓLAÞORPSINS helgina 30. nóvember - 2. desember 2018

- - - - - - - - - - - - - - - - - -

Föstudagurinn 30. nóvember frá kl. 17:00 - 20:00


18:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
18:15 Karlakórinn Þrestir
18:30 Formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin á Cuxhaven-jólatrénu
18:40 Friðrik Dór
19:00 Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson
19:20 Bubbi Morthens

Jólasveinar bregða á leik með börnunum

Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 17:00 - 20:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Bjarni Arason.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Laugardagurinn 1. desember frá kl. 12:00 - 17:00

 

10:20-15:40 Syngjandi jól í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda þegar fjölmargir kórar Hafnarfjarðar skipaðir söngfólki á öllum aldri koma saman
13:00-16:00 Hátíð Hamarskotslækjar í Hafnarfjarðarkirkju
13:00  Gunnar Helgason og Katrín Ósk Jóhannsdóttir lesa upp úr nýjum bókum sínum Siggi Sítróna og Mömmugull í Bókasafni Hafnarfjarðar

14:00 Kvennakór Hafnarfjarðar
14:30 Hugljúfir jólatónar - Leik og söngkonurnar Gunnella og Anna Magga syngja ljúfa jólatóna við undirleik Magna
15:00 Tónafljóð með ævintýranlega jólaskemmtun
15:30 Breiðfirðingakórinn
16:00 Alan Jones

Jólasveinar verða á vappi um bæinn og kynna dagskrána frá kl. 14:00 - 16:00. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13:00 - 17:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sunnudagurinn 2. desember frá kl. 12:00 - 17:00


13:30 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna
14:00 Risa jólasveinn og jólaálfur verða á ferðinni
14:00 TANYA og Dans Dívurnar frá Heilsuskólanum
14:30 Jólabjöllurnar
15:00 - 16:00 Jólaball með Rauðhettu og Úlfinum - ævintýrapersónum úr leikhópnum Lottu

Grýla verður á vappi um bæinn og kynnir dagskrána frá kl. 14-16. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13-17 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Í jólahúsunum verður meðal annars til sölu margvísleg jólagjafavara, kertaskreytingar og heimaunnið handverk s.s. handgerðir jólakransar og skrautmálað jólaskraut. Hangikjöt og annað ljúfmeti á veisluborðið verður á sínum stað og íslenska pönnukakan og yndislegar sultur og fleira úr íslensku hráefni í öndvegi og hágæða kaffi, te og kakó til að ylja sér á. Þá verða til sölu þjóðlegir og öðruvísi skartgripir, leikfangalestir fyrir börn og fullorðna, púðar og veggmyndir, treflar og teppi unnin úr alpaca ull og skeggvörur fyrir hann.

Takið eftir að Strandgatan frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Salernisaðstaða fyrir gesti er á annarri hæð í Firði, í Hafnarborg og Bókasafninu.

Allir velkomnir!