Viðburðir framundanViðburðir framundan

Jólaþorpið 1.-3. desember 2017

  • 1.12.2017, 18:00 - 21:00
  • 2.12.2017, 12:00 - 17:00
  • 3.12.2017, 12:00 - 17:00

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað í fimmtánda sinn föstudagskvöldið 1. desember kl. 18 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög.

Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17 og til kl. 22 á Þorláksmessu. Takið eftir að Strandgatan frá Lækjargötu að Reykjavíkurvegi er lokuð á meðan Jólaþorpið er opið.

Gestir Jólaþorpsins í ár geta gengið á milli tuttugu fagurlega skreyttra jólahúsa sem eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmisskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum og vörum til að taka með heim á veisluborðið.

Hlökkum til að njóta aðventunnar með ykkur!


DAGSKRÁ JÓLAÞORPSINS helgina 1. - 3. desember 2017

- - - - - - - - - - - - - - - - - -

Föstudagurinn 1. desember frá kl. 18:00 - 21:00


18:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
18:15 Karlakórinn Þrestir
18:30 Laddi, Þórhallur Sigurðsson, tendrar ljósin á jólatrénu
18:45 Jónsi - Jón Jósep Snæbjörnsson flytur úrval jólalaga
 

Jólasveinar bregða á leik með börnunum

Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 18:00 - 21:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Felix Bergsson.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Laugardagurinn 2. desember frá kl. 12:00 - 17:00

 

10:40-15:40 Syngjandi jól í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda þegar fjölmargir kórar Hafnarfjarðar skipaðir söngfólki á öllum aldri koma saman


14:00 Kvennakór Hafnarfjarðar
14:30 Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson
15:00 Risavaxinn jólasveinn ferðast um jólaþorpið og gantast í gestum

Jólasveinar verða á vappi um bæinn frá kl. 14:00 - 15:00. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13:00 - 17:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. 

15:00 Ljósin á Cuxhaven-jólatrénu verða tendruð við Flensborgarhöfn. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög, börn á leikskólanum Bjarkalundi syngja jólalög, jólasveinar verða á ferðinni og fulltrúar vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sunnudagurinn 3. desember frá kl. 12:00 - 17:00


13:30 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna
14:00 Jón Jónsson tekur lagið
14:30 Jólabjöllurnar
15:00 - 16:00 Jólaball með Skoppu og Skrítlu og ballerínum úr Listdansskóla Hafnarfjarðar

Grýla verður á vappi um bæinn frá kl. 14-16. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13-17 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Grýla.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Í jólahúsunum verður meðal annars til sölu laserskorið punterí fyrir heimilið, jólaskreytingar s.s. kransar,kerti o.fl., leikfangalestir og módel leikföng fyrir börn og fullorðna, skartgripir með víkingalegu yfirbragði og hágæðavörur fyrir skegg og hár. Hönnun og handprjónaðar lopavörur verða á sínum stað og treflar og teppi úr alpaca ull frá Ekvador, barnaföt úr lífrænni bómull, hlýr undirfatnaður fyrir íslenskar aðstæður og útsaumuð sængurver. Þá verður einnig hægt að fá hollustuvörur úr íslensku hráefni og allskonar dót í jólapakkann eða fyrir jólasveininn í skóinn.

Salernisaðstaða fyrir gesti er á annarri hæð í Firði, í Hafnarborg og Bókasafninu.

Allir velkomnir!