Íþrótta- og viðurkenningarhátíð. Íþróttafólk ársins 2020
Rafræn hátíð 29. desember verður kl. 18:00 en ekki kl. 19:30 eins og áður var auglýst.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2020. Hátt í 400 einstaklingar unnu Íslands- og eða bikarmeistaratitla með hafnfirsku liði á árinu 2020 og er þeim sérstaklega óskað til hamingju með árangurinn. Úthlutað verður úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlaður er til eflingar á íþróttastarfi fyrir yngri en 18 ára.
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2020 from Hafdal Framleiðsla on Vimeo.
- Hlekkur á útsendinguna á vimeo.com
- Útsendingunni er einnig streymt frá Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar
Afhending og skemmtun í beinu streymi
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2020 verður rafræn í ár þar sem íþróttakarl og íþróttakona Hafnarfjarðar hljóta viðurkenningar auk þess að lið ársins verður valið. Hátíðin verður haldin í beinu streymi á miðlum bæjarins þriðjudaginn 29. desember kl. 18:00
Dagskrá íþrótta- og viðurkenningarhátíðar Hafnarfjarðar 2020
- Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona stýrir hátíð og skemmtun ásamt leikaranemunum Arnóri Björnssyni og Óla Gunnari Gunnarssyni
- Skemmtileg innslög úr Hafnfirsku íþróttalífi
- Spurningakeppni um hafnfirska íþróttasögu – áramótavinningur fyrir sigurvegarann
- Úthlutað úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlaður er til eflingar á íþróttastarfi fyrir yngri en 18 ára
- Val á íþróttakonu ársins 2020
- Val á íþróttakarli ársins 2020
- Val á íþróttaliði ársins 2020
- Tónlistaratriði
Tilnefningar ársins 2020
Alls hafa tíu tilnefningar verið kynntar í hvorum flokki; íþróttakona ársins 2020 og íþróttamaður ársins 2020. Fjögur lið hafa verið tilnefnd sem lið Hafnarfjarðar 2020.
Hlökkum til að fagna afrekum ársins 2020 með ykkur - í beinni!
Allir bæjarbúar eru hvattir til að fylgjast með og taka þátt þriðjudaginn 29. desember kl.18:00