Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Hafnarfjörður sumarkvöld

Íbúafundur: Staða mála og næstu skref í skipulagi miðbæjar

  • 17.9.2019, 17:30 - 19:00, Bæjarbíó

Opinn fundur fyrir íbúa og aðra áhugasama um stöðu mála og næstu skref í skipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Vinna við skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi og með drögum að skýrslu er verið að marka aðferðafræðina og næstu skref.

Dagskrá fundar

  1. Hugmyndir arkitektastofa og skipulagsferlið - Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  2. Drög að skýrslu starfshóps - Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður starfshóps um skipulag miðbæjar
  3. Umræður og athugasemdir - Kári Eiríksson, arkitekt og fulltrúi íbúa í starfshópi leiðir umræðu

Allir áhugasamir eru hvattir til að nýta sér tækifærið og fræðast um hugmyndir og næstu skref í væntanlegri skipulagsvinnu. Bæjarbúum og öðrum þeim sem hagsmuna hafa að gæta, gefst einnig möguleiki á að senda inn athugasemdir/viðbætur við fyrirliggjandi drög að skýrslu til og með 20. september 2019 í gegnum samráðsvettvanginn Betri Hafnarfjörð , í tölvupósti á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða bréfleiðis til Hafnarfjarðarbæjar. Gert er ráð fyrir að starfshópur skili lokaskýrslu til bæjarráðs fimmtudaginn 26. september nk.

Drög að skýrslu frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar

Miðbær Hafnarfjarðar - hugmyndavinna TRÍPÓLÍ arkitekta vegna nýrrar uppbyggingar fyrir Hafnarfjarðarbæ