Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Vellir

Íbúafundur: Frárennslismál á Völlunum

  • 22.8.2019, 17:00 - 18:30, Norðurhella 2

Íbúafundur vegna skipulagsbreytinga er varðar frárennslismál á Völlunum.

Boðað er til íbúafundar þar sem tillaga að legu stofnlagna Valla verður kynnt. Fyrirhuguð leið nýrrar lagnar liggur frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Á fundinum verður farið yfir með hvaða hætti fyrirhuguð lögn muni liggja um hverfið og framkvæmdatími verkefnisins.

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér fyrirhugaðar breytingar á skipulagi ásamt þeim framkvæmdum sem áætlað er að hefja á næsta ári 2020. Fundurinn verður haldinn að Norðurhellu 2, þann 22. ágúst kl.17-18:30.

Hægt er að skoða lýsinguna HÉR