Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Í heimi myndmálsins

Í heimi myndmálsins: Myndskreytingar í pólskum barnabókmenntum – kynning á sýningu.

  • 16.10.2021, 13:00 - 14:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Í dag getur Pólland státað sig af fjölda myndverka sem falla undir sértæka barnamenningu og verður þessi list kynnt fyrir áheyrendum. Verkefnið er leitt af Margheritu Bacigalupo-Pokrusznska. 

Í heimi myndmálsins: Myndskreytingar í pólskum barnabókmenntum – kynning á sýningu.

Pólskar barnabókmenntir eru þekktar fyrir einstakan og innblásinn síl í myndskreytingum og hafa fest sig í sessi sem miðpunktur í pólskri alþýðumenningu síðustu aldir. Sú tegund myndskreytinga sem þekktust er í dag varð til á millistríðsárunum, í beinu framhaldi af menntastefnu hins nýja, sjálfstæða Póllands eftir 1918, þegar sérhæfðar barnabókaútgáfur urðu til þarlendis. Á sjötta áratugnum hóf svo pólsk barnamenningarmyndlist að hljóta verðskuldaða athygli, sem og pólsk veggspjaldalist, sem virtist ná vel til yngri lesenda.

Í dag getur Pólland státað sig af fjölda myndverka sem falla undir sértæka barnamenningu og verður þessi list kynnt fyrir áheyrendum. Verkefnið er leitt af Margheritu Bacigalupo-Pokrusznska. 

Kynningin var hönnuð með aðkomu sendiráðs Póllands í Reykjavík.