Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Húsameistarinn í Hafnarfirði

  • 1.8.2019, 20:00 - 21:00

Í sumar er boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

1. ágúst - Húsameistarinn í Hafnarfirði
Pétur H. Ármannsson arkitekt leiðir göngu milli húsa sem Guðjón Samúelsson arkitekt og húsameistari ríkisins teiknaði í Hafnarfirði og ræðir einnig hugmyndir Guðjóns um skipulag bæjarins. Pétur vinnur nú að bók um Guðjón og sýningu sem sett verður upp í Hafnarborg í vetur. Gengið frá Hafnarborg

Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.