Viðburðir framundan


Viðburðir framundan

Hnattferð - Sönghátíð í Hafnarborg

  • 10.7.2022, 17:00 - 18:00

Sonor Ensemble  flytur spænska og portúgalska tónlist á Sönghátíð í Hafnarborg.

Sonor Ensemble (strengjakvintett og píanó) sem skipað er hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Spánar flytur spænska og portúgalska tónlist. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari koma fram undir stjórn Luis Aguirre á tónleikum sem innblásnir eru af fyrstu hnattferð Magellan og Elcano fyrir 500 árum.

Tónleikarnir fara fram í aðalsal Hafnarborgar við Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar og miðasala á www.songhatid.is