Viðburðir framundanViðburðir framundan

HM á Thorsplani

  • 16.6.2018, 12:00 - 15:30

Bein útsending á Thorsplani frá fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem fram fer í Moskvu 16. júní.

Ísland mætir Argentínu og geta Hafnfirðingar nær og fjær sameinast á torginu og fylgst með þessum mögnuðu tímamótum og æsispennandi fótboltaleik. 

Það verður fjölskyldustemning á torginu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Leikurinn hefst kl. 13 en við hvetjum fólk til að mæta snemma þar sem upphitun hefst fyrr.

Í verslunum verður hægt að kaupa HM vörur í fánalitunum og á veitingastöðum verður matur og drykkur á HM tilboði.

Strandgatan breytist í göngugötu klukkutíma fyrir leik. Göngum, hjólum eða tökum strætó á „völlinn“, upplifum og njótum.

Áfram Ísland! 
Búmm Búmm .... húúúúúúhhhhhhh