Viðburðir framundanViðburðir framundan
 • HjartaHafnarfjardar2021

Hjarta Hafnarfjarðar 2021

 • 7.7.2021 - 24.7.2021, Bæjarbíó

Lengsta tónlistarhátíð sumarsins 

Lengsta tónlistarhátíð sumarsins 2021 er í júlí í Hafnarfirði. Hjarta Hafnarfjarðar, þriggja vikna tónlistarhátíð, hefst 7. júlí og stendur yfir til 24. júlí.

==================================================

 • Miðvikudagskvöldið 7. júlí: Björgvin Halldórsson og hljómsveit
 • Fimmtudagskvöldið 8. júlí: Stebbi og Eyfi
 • Föstudagskvöldið 9 júlí: Stjórnin
 • Laugardagskvöldið 10 júlí: JóipXkróli - Júlla Disco í útitjaldinu
 • Miðvikudagskvöldið 14. júlí: Killer Queen
 • Fimmtudagskvöldið 15. júlí: Sóldögg
 • Föstudagskvöldið 16 júlí: Hreimur ásamt hljómsveit
 • Laugardagskvöldið 17. júlí: Gullfoss og Geysir í útitjaldinu
 • Miðvikudagskvöldið 21. júlí: Eyþór Ingi og Lay Low
 • Fimmtudagskvöldið 22. júlí: Friðrik Dór ásamt hljómsveit
 • Föstudagskvöldið 23 júlí: PAPA-Ball í útitjaldinu
 • Laugardagskvöldið 24. júlí: PAPA-Ball í útitjaldinu

=================================================

Tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar hefur á örfáum árum unnið sér inn fastan sess í hugum bæjarbúa Hafnarfjarðar og þó víðar væri leitað. Hún er orðin hluti af sumardagskrá bæði íbúa og nágranna Hafnarfjarðar sem eru búnir að átta sig á töfrum Strandgötunar og nágrenni hennar en þar er að finna marga skemmtilegustu veitingastaði höfuðborgarsvæðisins og margir líkt hverfinu við listamanna hverfi út í heimi.

Gróskan í tónlistinni í Hafnarfirði þar ekki að koma neinum á óvart. Allt frá því að Björgvin Halldórsson sló öll met árið 1969 hefur Hafnarfjörður verið vagga bestu og vinsælustu popptónlistar landsins. Nægir þar að nefna Guðfaðirinn sjálfan, Bo Halldórsson og fjölskyldu og í dag Króla, Jón Jónsson, Friðrik Dór og fleiri og fleiri sem reita fram gæða tónlist sem hefur gert það gott langt út fyrir bæjarmörkin. En á Hjarta Hafnarfjarðar er lögð mikil áhersla að rækta það samband.

“Samspil tónlistarinnar og þessa gamla fallega bæjarhluta spilar svo vel saman og núna á seinni árum með alla þessa frábæru veitingastaði sem mynda einhverskonar skjól í kringum okkur þá bara blómstrar þetta. Gæfa okkar og velgengni er þessu góða samstarfi okkar við aðra rekstrar aðila og bæjaryfirvöld að þakka. Við erum eins og einn hugur í því að draga til okkar góða, gæða gesti sem koma til njóta en til að þjóta” segir Páll Eyjólfsson rekstraraðili Bæjarbíó.

Tónlistardagskráin er loksins komin heim og saman og þetta verða því 12 kvöld á glæsilegri dagskrá og nöfnin hverju öðru þekktara og ljós að allir finna eitthvað við sitt hæfi í Hjarta Hafnarfjarðar!