Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • HjARTAHafnarfjardar

Hjarta Hafnarfjarðar

  • 8.7.2019 - 14.7.2019

Tónlistar- og bæjarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fer fram 8. – 14. júlí. Hátíðin er haldin þriðja árið í röð og fer fram í miðbæ Hafnarfjarðar, í og við Bæjarbíó. Á opnunarkvöldinu mun fyrsta Stjarna íslenskrar tónlistar verða afhjúpuð á gangstéttinni fyrir framan Bæjarbíó.  Strandgatan mun verða lokuð að hluta á meðan á hátíðinni stendur, frá Strandgötu 11 að Strandgötu 4; götusvæði og bílastæði. 

Miðasala á midi.is - hægt er bæði að kaupa sig inn á staka tónleika í Bæjarbíó og eins inngang á útisvæði þar sem tónleikunum er varpað á risa LED skjá. 

Dagskrá Hjarta Hafnarfjarðar

8. júlí - opnunarhátíð. Frítt inn!

9. júlí -  Dimma í Bæjarbíó . Þeir eru eitt vinsælasta bandið í Bæjarbíói og því kom ekkert annað til greina en að fá þá sem fulltúra þyngra rokksins í Hjarta Hafnarfjarðar. Á útisvæði verður Dimma á risa LED skjá - DJ til miðnættis.

10. júlí - Friðrik Dór í Bæjarbíó . Friðrik Dór er "lókal" Hafnfirðingur með meiru og er að koma fram í Hjarta Hafnarfjarðar í annað sinn. Á útisvæði verður Friðrik Dór á risa LED skjá - DJ til miðnættis.

11. júlí - Björgvin Halldórsson ásamt hljómsveit . Það myndi vanta mikið í Hjarta Hafnarfjarðar ef við myndum ekki njóta nærveru Björgvins Halldórssonar. Á útisvæði verður Björgvin ásamt hljómsveit á risa LED skjá og síðan Papaball til 01:00. Frítt er inn á útisvæði. 

12. júlí - Jónas Sig með Milda hjarta í Bæjarbíó .  Til að setja allt á réttan stað og virkja hjartastöðina þá hefur Jónas Sig verið fenginn í hlutverkið. Á útisvæði verður Jónas Sig - Milda hjarta á risa LED skjá og síðan Papaball til 01:00.

13. júlí - Á móti sól í Bæjarbíó. Sveitaballahljómsveit  er að sjálfsögðu fengin til að keyra á laugardagsstemmninguna og fáar betri í því en Á móti sól með Magna Ásgeirssyni í fararbroddi.  Á útisvæði verður Á móti sól á risa LED skjá og síðan ball með þeim sömu til 01:00.

14. júlí - Vök í Bæjarbíó. Lokatónar Hjarta Hafnarfjarðar verða í höndum fulltrúa yngri rokkara og það frá Hafnarfirði. 

Góða skemmtun á Hjarta Hafnarfjarðar!