Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Hinsegin2019

Hinsegin dagar

  • 8.8.2019 - 17.8.2019

Hinsegin dagar verða í Reykjavík 8.-17. ágúst 2019

Í ár er 20 ára óslitinni sögu hinsegin hátíðahalda í Reykjavík sérstaklega fagnað með 10 daga fjölbreyttum hátíðarhöldum. Það var árið 1999 sem Samtökin ʼ78 stóðu fyrir Hinsegin helgi í Reykjavík. Um 1.500 gestir komu saman á Ingólfstorgi laugardaginn 26. júní og strax í kjölfarið var ákveðið að gera þyrfti slík hátíðahöld að árlegum viðburði. 

Undanfarna tvo áratugi hafa Hinsegin dagar vaxið og dafnað og eru í dag ekki einungis ein fjölsóttasta hátíð landsins heldur einnig líklega alfjölmennasta pride-hátíð í heimi. Á ári hverju er vegurinn ruddur áfram í átt að fullu jafnrétti – lagalegu og samfélagslegu. 

Njótum öll Hinsegin dagaog málum höfuðborgarsvæðið allt í öllum litum regnbogans!

HÉR er hægt að fylgjast með dagskrá Hinsegin daga