Viðburðir framundanViðburðir framundan
 • HeimaHafnarfirdi2019

HEIMA tónlistarhátíðin

 • 24.4.2019, 20:00 - 23:00, Hafnarfjörður

HEIMA 2019 er sjötta HEIMA-hátíðin og hefur hún sannarlega fest sig í sessi sem skemmtileg og einstök tónlistarhátíð þar sem boðið er upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir sem og listamenn eiga að venjast.

Fjölskyldur munu sem fyrr opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og í hverju húsi spila tveir mismunandi listamenn eða hljómsveitir. Fríkirkjan í Hafnarfirði mun einnig opna dyr sínar fyrir HEIMA-fólki auk þess sem sviðið í Bæjarbíói verður notað sem bætir enn á fjölbreytileikann.
Listamennirnir eru þrettán og allir koma fram tvisvar í sitthvoru HEIMA-húsinu í miðbænum. Það eru ekki allir að spila á sama tíma þannig að þeir sem eru duglegastir að rölta milli húsa geti séð sem flest atriði.

Fyrstu HEIMA-tónleikarnir hefjast um kl. 20.00. og þeim síðustu lýkur um kl. 23.00. Rás 2 verður á staðnum og mun útvarpa hluta dagskrárinnar.

Atriði sem koma fram á HEIMA 2019 eru:

 • Mugison
 • Svavar Knútur
 • Cell7
 • Jón Jónsson & Friðrik Dór
 • Úlfur Úlfur
 • Ragnheiður Gröndal
 • Jónas Sig
 • Á móti sól
 • Svala
 • Prins Póló
 • GÓSS
 • Rock Paper Sisters
 • One Bad Day - Eyvind Karlsson

 

Miðasala fer fram á www.tix.is