Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • IMG_5136

Heilt stafróf af hugmyndum

  • 23.4.2020 - 8.6.2020, 7:00 - 23:59, Hafnarfjörður

Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Í ár fögnum við sumri með breyttu sniði.

Á tímum samkomubanns og sóttkvíar er mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér og öðrum. Hér er samankomið heilt stafróf af hugmyndum, fjölmargt spennandi og skemmtilegt sem íbúar og vinir Hafnarfjarðar geta tekið sér fyrir hendur næstu vikurnar. Hugmyndirnar eru hugsaðir sem vegvísir að fjölbreyttum verkefnum en aðalmálið er að finna eitthvað nýtt og öðruvísi að gera, einn eða með fjölskyldunni.

Hér er hægt að nálgast heilt stafróf af hugmyndum til að gera heimavið eða í næsta nágrenni

Heilsubærinn Hafnarfjörður óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars!