Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Fb-strandstigur

Heilavinur af öllu hjarta - námskeið fyrir leiðbeinendur

  • 11.5.2021, 9:30 - 15:00, Hafnarborg

Aðgangur er ókeypis og engin krafa um faglega þekkingu  

Námskeið fyrir leiðbeinendur í styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra verður haldið í Hafnarborg þriðjudaginn 11. maí frá kl. 9:30-15:00.  Allir geta gerst leiðbeinendur og engin krafa er gerð um faglega þekking. Aðgangur er ókeypis og skráning á: sibba@alzheimer.is. Síðasti skráningardagur er 7. maí. Námskeiðið er samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar og Alzheimersamtakanna

  • Hefur þú brennandi áhuga á heilabilun?
  • Langar þig að fræða aðra um heilabilun?
  • Viltu auka þátttöku fólks með heilabilun í samfélaginu? 

Dagskrá námskeiðs 

  • 9:30 -  Kaffi og kynning
  • 10:00 - Fræðsla
  • 12:00 - Hádegisverður 
  • 12:30 - Æfing og umræður 

Um styðjandi samfélag

Hafnarfjarðarbær og Alzheimersamtökin vinna saman að innleiðingu á samfélagi sem er vinveitt, styðjandi og meðvitað um þarfir fólks með heilabilun og aðstandendur þeirra. Þannig mun Hafnarfjarðarbær, með faglegri aðstoð og öflugum stuðningi Alzheimersamtakanna, markvisst varða leið þeirra sem eru með heilabilun með því að ýta undir vitund og þekkingu hvorutveggja starfsfólks og íbúa sveitarfélagsins. Aukin vitund allra ýtir undir vellíðan og öryggi þessa viðkvæma hóps en talið er að 4000-5000 einstaklingar búi við heilabilunarsjúkdóma á Íslandi, þar af u.þ.b. 250 manns undir 65 ára aldri. Búast má við verulegri fjölgun samhliða hækkandi aldri þjóðarinnar.

Nánar um verkefni - https://hfj.is/heilavinur

Vertu heilavinur - allir geta orðið heilavinir

Alzheimersamtokin

Almenningur allur getur með mjög einföldum og aðgengilegum hættum gerst heilavinur og þannig fengið greiðan aðgang að upplýsingum og fróðleik um heilabilun. Því fleiri sem gerast Heilavinir þeim mun meiri líkur eru á að einstaklingur með heilabilunarsjúkdóm upplifi sig velkominn í sínu samfélagi og finni fyrir öryggi.

Ég vil gerast heilavinur - https://www.heilavinur.is/