Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • IMG_5136

Kvikmynd um Hafnarfjarðarhöfn í fortíð, nútíð og framtíð

  • 23.2.2020, 15:00 - 16:00, Bæjarbíó

Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbær bjóða á sögusýningu Hafnarfjarðarhöfn í fortíð, nútíð og framtíð í Bæjarbíói sunnudaginn 23. febrúar kl. 15.  Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 

Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbær bjóða á kvikmynda- og sögusýningu um Hafnarfjarðarhöfn í fortíð, nútíð og framtíð í Bæjarbíói sunnudaginn 23. febrúar kl. 15. 

Á árinu 2019 fagnaði Hafnarfjarðarhöfn 110 ára afmæli og til að setja punktinn yfir afmælisárið bjóða Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbær á kvikmynda- og sögusýningu um höfnina. Sýnd verður rúmlega klukkustundar löng kvikmynd sem unnin var af Halldóri Árna Sveinssyni, kvikmyndagerðarmanni, og sem sameinar fortíð, nútíð og framtíð Hafnarfjarðarhafnar, sögu hátíðarhalda á Sjómannadaginn og nýtt skipulag hafnarsvæðisins.

Kaffi og kleinur í boði hússins eftir sýningu.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Vonumst til að sjá sem flesta! :)