Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Saumavélanámskeið á bókasafninu.

Grunnnámskeið í saumavélanotkun og fataviðgerðum

  • 22.9.2021, 17:00 - 19:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Berglind Ómarsdóttir, textílkennari og upcycling-hönnuður, heldur kynningarnámskeið í saumavélanotkun og fataviðgerðum til að koma fólki aðeins á stað.

Langar þig að læra að sauma? Er rykfallin saumavél frá ömmu inni í skáp sem virkar flóknari en rafeindahraðall? Er ekki kominn tími til að laga þessa saumsprettu í uppáhaldspeysunni þinni?

Berglind Ómarsdóttir, textílkennari og upcycling-hönnuður, heldur kynningarnámskeið í saumavélanotkun og fataviðgerðum til að koma fólki aðeins á stað.

Námskeiðið verður haldið í fjölnotasal bókasafnsins og hentar öllum byrjendum. Við hvetjum fólk til að koma með eigin saumavélar til að kynnast þeim betur, og eins eitthvað til að laga ef þau vilja. Efni, bætur, tvinni og annað verður á staðnum, auk nokkurra saumavéla fyrir þá sem þurfa.

Þátttaka er bundin skráningu og fer hún fram á bókasafninu eða í tölvupósti: bokasafn@hafnarfjordur.is. Takmarkaður sætafjöldi.