Viðburðir framundanViðburðir framundan

Grásleppukarlar og smábátaútgerð í Byggðasafninu

  • 3.7.2020 - 31.8.2020, 11:00 - 17:00

Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur opnað nýja sýningu í forsal Pakkhússins um grásleppukarla og smábátaútgerð í bænum. 

Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur opnað nýja sýningu í forsal Pakkhússins um grásleppukarla og smábátaútgerð í bænum. Um aldir sóttu Hafnfirðingar sjóinn á árabátum en í upphafi 20. aldarinnar hófst vélvæðing smábátaútgerðarinnar sem þróaðist áfram þar til hún náði ákveðnum hátindi í bænum á sjöunda og áttunda áratuginum. Leitast er við að varpa ljósi á þessa sögu á sýningunni sem verður opin alla daga í sumar kl. 11:00 – 17:00, ókeypis aðgangur.