Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Heilsubotagongur3

Gönguáskorun: Um Hafnarfjörð frá Firði

  • 16.1.2019, 18:10 - 19:30, Fjörður verslunarmiðstöð

Frí ganga í gönguröð Gönguhópsins Vesen og Vargangur í samvinnu við Heilsueflandi samfélag í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ. Gengið verður frá Firði. 

Á miðvikudagskvöld verður hist utan við aðalinngang Fjarðarins í Hafnarfirði. Þaðan verður gengið meðfram sjónum og svo upp í hverfi í átt að Kaþólsku kirkjunni og kirkjugarðinum og þaðan farið niður með læknum og svo yfir í Hellisgerði og þaðan aftur niður að Firði. 

Þessi ganga í gönguröðinni er í samvinnu við Heilsueflandi samfélag í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ. Verið búin samkvæmt veðri. Gengið er eftir göngustígum og gangstéttum. Farið verður hægar upp brekkur en annars er haldið eðlilegum gönguhraða samræmi við hópinn og stoppað á völdum stöðum. 

  • Mæting við Fjörð er kl. 18:10 og við leggjum af stað kl. 18:15
  • Vegalengd er ca 5 km
  • Uppsöfnuð hækkun á leiðinni ca 50m
  • Göngutími: 70-80 mín


Almennt um gönguáskorunina

Frá áramótum verður boðið upp á fjölbreyttar fríar göngur hjá gönguklúbbnum Veseni og vergangi á miðvikudagskvöldum á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við SÍBS. Tilefnið eru ókeypis heilsufarsmælingar SÍBS Líf og heilsu sem boðið verður upp á í samstarfi við heilsueflandi sveitarfélög og hverfi á næstu mánuðum. 

Upplýsingar um næstu mælingar má finna á https://sibs.is/dagskra

SÍBS Líf og heilsa er samstarfs- og forvarnaverkefni þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við sveitarfélög og heilsugæsluna, sjá nánar sibs.is/lifogheilsa. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs. Skoða má niðurstöðurnar ásamt nafnlausum samanburði á lokuðu vefsvæði með innskráningu gegnum island.is.