Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Glergallerí - Eva Ágústa með ljósmyndasýningu

Glergalleríið – Óskrifað blað

  • 1.11.2021 - 5.1.2022, 17:00 - 19:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Ljósmyndarinn Eva Ágústa opnar sýningu í Glerrýminu.

Ljósmyndarinn Eva Ágústa opnar sýningu í Glerrýminu á allraheilagramessu, mánudaginn 1. nóvember. Ljósmyndasýningin ber heitið Óskrifað blað, því ljósmyndir eru að mörgu leyti eins og óskrifað blað; þó svo myndirnar segi sína sögu, bjóða þær upp á okkar eigin hugmyndir um fortíð, nútíð og framtíð.

Sýningin er tvískipt, myndir annarsvegar úr Hafnarfirði og svo sambland náttúru við verk manneskjunnar í landslaginu víðsvegar um landið.

Sýningin opnar kl 17:00 og eru allir velkomnir. Verkin verða til sýnis til og með 5. janúar 2022.
Viðburðurinn er styrktur af Hafnarfjarðarbæ.