Viðburðir framundanViðburðir framundan

Fróðleiksmolar Byggðasafnsins

  • 31.10.2019, 20:00 - 21:30
  • 28.11.2019, 20:00 - 21:30
  • 12.12.2019, 20:00 - 21:30

Byggðasafn Hafnarfjarðar stendur í vetur fyrir fyrirlestraröðinni „Fróðleiksmolar“. Fróðleiksmolarnir verða í boði síðasta fimmtudag hvers mánaðar í vetur og hefjast kl. 20:00 í Bookless Bungalow, Vesturgötu 32.

Fimmtudaginn 12. desember 2019, kl. 20:00

  • Kolbeinn Ari Hauksson sagnfræðingur: „Með ávöxtunum flytjum við inn sólarljósið“: Neysla ávaxta á tímum innflutningshafta 1930-1945
  • Birna Sigurjónsdóttir uppeldis og menntunarfræðingur: Hvernig jólasveinn ert þú?

Fimmtudagurinn 28. nóvember 2019, kl. 20:00.

  • Daníel G. Daníelsson sagnfræðingur: Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld.
  • Kristjana Vigdís Ingvadóttir sagnfræðingur: Embættismál Íslendinga á 18. öld. Um dönsk áhrif og mikilvægi íslensku.

Fimmtudagurinn 31. október 2019, kl. 20:00.

  • Ari Guðni Hauksson: Spánn kallar! Íslenskir sjálfboðaliðar í spænska borgarastyrjöldinni 1936-1939 og ástæður fyrir þátttöku þeirra í styrjöld á erlendri grundu
  • Ása Ester Sigurðardóttir: Út fyrir mörk kvenleikans? Þorbjörg Sveinsdóttir og kvenleikahugmyndir nítjándu aldar

 

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Byggðasafn Hafnarfjarðar – Bookless Bungalow – Vesturgata 32